Næstkomandi laugardag verður nýtt og glæsilegt húsnæði tekið í notkun á Sauðárkróki. Skagfirðingum ásamt vinum okkar og velunnurum annars staðar frá er boðið til móttöku í tilefni þessara ánægjulega tímamóta kl. 15:00 eins og sjá má í auglýsingu sem birt var í staðarmiðlunum Feyki og Sjónhorni. Útibúi okkar, sem rekið verður undir nafninu Fiskmarkaður Sauðárkróks, stýrir Guðmundur Björn Sigurðsson, gummi@fmsnb.is, með símana 431 3608 og 853 1008 stöðugt í seilingarfjarlægð.