Verðskrá

Hjólhýsi           25.000.-kr per lengdarmeter með beisli

Húsbílar          25.000.-kr  per lengdameter með  beilsi

Fellihýsi           16.000.-kr per lengdarmeter með beisli

Tjaldvagnar    40.000.-kr  Eitt verð

 

 

Til að bóka stæði hafið samband geymsla@fmsnb.is

 

 

 

Vagnageymslan er upphituð og staðsett á Grundarfirði að Nesveg 4 

Sjá leiðarlýsingu og hvar skal skilja eftir vagna við afhendingu hér neðst á síðunni, ásamt skilmálum vegna leigu.

Gott er að senda sms í síma 853-1005 þegar vagn er skilin eftir

 

Koma má með vagna 1 sept og er tekið inn til 1 okt, vinsamleg tilmæli eru um að tjalvagnar og fellihýsi skili sér fljótlega þar sem það fer fyrst inn.

Tekið er út úr geymslunni fyrstu vikuna í Maí en það getur þokast til ef veður er mjög slæmt og kemur tilkynning í sms þegar líður að úttöku.

 

Greiðsluseðill kemur í heimabanka þegar vagninn er kominn inn og reikningur fyrir geymsluni mun berast á emailið sem gefið er upp við skráningu.

 

Allar tilkynningar frá okkur berast í gegnum sms í síma sem gefinn er upp við skráningu

Skilmáli

Leigusali 

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar ehf.

Kt:461015-0770

 

 

Leigutími
Leigutímabilið er bindandi af hálfu beggja aðila samnings. Frá september til maí hvers árs.
Afhending ferðavagna inn í geymslu er í september/október og hið geymda tekið út fyrstu helgi maí mánaðar. 
 

Tryggingar á eigum leigutaka
Leigutaki ber einn ábyrgð á eigum sínum í hinu leigða húsnæði og skal sjá um að tryggja eigur
sínar sjái hann ástæðu til. Leigusali mælist til þess að leigutaki láti tryggingarfélag sitt vita að
ferðavagn eða aðrar eigur hans séu í geymdar í geymslunni. 
 
Umgengni um hið leigða
Leigutaki er að leigja í sameiginlegu húsnæði með öðrum og hefur ekki umgengnisrétt að
húsnæðinu á leigutímanum. 
 

 Ábyrgðir
Leigutaki á ekki kröfu á leigusala vegna bilana á bruna og öryggiskerfi hússins eða annarra
aðstæðna sem geta komið óvænt eða óviðráðanlega upp sem ekki hægt að rekja til vanrækslu
leigusala. Leigusali ber ekki ábyrgð á tjónum af völdum náttúruhamfara eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
 
Annað

  • Óheimilt er að geyma gaskúta, rafgeyma og önnur eld- og sprengifim efni.
  • Óheimilt er að geyma matvæli eða annað sem getur skemmst.
  • Salerni ferðavagna og húsbíla skulu vera tæmd hrein og án leka.
  • Tæma skal vatnstanka og vatnslagnir.
  • Loka skal öllum opnum lúgum og gluggum.
  •  

Leggja hér