Lesa meira

„Sæll Sauðárkrókur“

Þorsteinn Bárðarson, stjórnarformaður Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar, heilsaði Sauðárkróki með virktum í ávarpi sínu þegar Fiskmarkaður Sauðárkróks fagnaði nýju og rúmgóðu húsnæði sínu í móttöku þann 15. apríl. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri FMSNB ávarpaði einnig samkomuna og sömuleiðis Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Myndbandið sýnir styttar útgáfur af ræðunum og svipmyndir úr móttökunni.

Lesa meira

Fjölmenni fagnaði nýjum húsakynnum

Nýju nágrannar okkar, Króksarar eins og margir Sauðkrækingar eru farnir að kalla sig, ásamt starfsfólki, vinum og velunnurum víða að, fjölmenntu til að fagna með okkur nýjum og rúmgóðum húsakynnum á Sandeyrinni. Við látum myndirnar tala.

Lesa meira

Ný og fullkomin aðstaða á Sauðárkróki

Næstkomandi laugardag verður nýtt og glæsilegt húsnæði tekið í notkun á Sauðárkróki. Skagfirðingum ásamt vinum okkar og velunnurum annars staðar frá er boðið til móttöku í tilefni þessara ánægjulega tímamóta kl. 15:00 eins og sjá má í auglýsingu sem birt var í staðarmiðlunum Feyki og Sjónhorni. Útibúi okkar, sem rekið verður undir nafninu Fiskmarkaður Sauðárkróks, stýrir Guðmundur Björn Sigurðsson, gummi@fmsnb.is, með símana 431 3608 og 853 1008 stöðugt í seilingarfjarlægð.