Þorsteinn Bárðarson, stjórnarformaður Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar, heilsaði Sauðárkróki með virktum í ávarpi sínu þegar Fiskmarkaður Sauðárkróks fagnaði nýju og rúmgóðu húsnæði sínu í móttöku þann 15. apríl. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri FMSNB ávarpaði einnig samkomuna og sömuleiðis Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Myndbandið sýnir styttar útgáfur af ræðunum og svipmyndir úr móttökunni.